Körfuknattleiksdeild

KR unnu ÍR og eiga möguleika á fjórða sætinu

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔11.March 2019

Hundaslagur í Seljaskóla í kvöld þar sem KR hafði betur. Kristófer og Mike öflugir í leik þar sem líkamlegt atgervi var í aðalhlutverki á kostnað fegurðar. Engu að síður sigur liðsheildar og ljóst að KR á enn mikið inni.

 Mynd: Mike DiNunno skoraði grimmt í upphafi leiks

Tölfræði leiksins

Umfjöllun af Vísir.is

Umfjöllun af karfan.is

 Mynd: Kristófer Acox var frábær í leiknum og var með 41 framlagspunkta

KR-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar tveimur stigum frá 3. og 4. sætinu. KR leika síðasta deildarleikinn gegn Breiðablik á fimmtudag og með sigri þar er KR komið í þá stöðu að sigur Keflavíkur fyrir norðan gegn Tindastól færir KR í fjórða sætið og Tindastól í fimmta sætið, en þetta kemur allt í ljós á fimmtudagskvöldið.

Síðasti leikur fyrir úrslitakeppnina er á fimmtudaginn þegar Breiðablik kemur í DHL-Höllina. ÁFRAM KR!

Deila þessari grein

Tengdar greinar