Körfuknattleiksdeild

KV taka sæti í 1. deild á næsta tímabili

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔03.May 2020

Síðast liðið haust tók Körfuknattleiksdeild KR yfir lið KV en þeir léku í 2.deild karla. KV var því síðasta vetur skipað ungum leikmönnum KR og voru liðin með sameiginlegan drengja- og unglingaflokk sem tókst mjög vel. Stefnan var að fara með liðið úr 2.deild og uppí 1. deild.

 

Allir vita að keppni var hætt í mars vegna Covid-19 og óvissa hvað yrði með næstu skref. KKÍ bauð KV að taka sæti í 1. deild núna í Apríl þar sem KV voru efstir A liða í annari deildinni þegar að keppni var hætt og hefur stjórn KKD KR samþykkt það og þegið sætið.

Frábær niðurstaða fyrir okkar afreksstarf og alveg á tæru að ungu leikmenn KR Körfu munu hafa ærin verkefni á næsta tímabili og verður spennandi að fylgjast með þróun okkar leikmanna. Auk þess að vera með lið í 1. deild karla verður unglingaflokkur og drengjaflokkur sameiginlegur áfram í keppnum KKÍ.

Mynd: Hluti af KV hópnum sem léku saman í vetur

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari meistaraflokks karla og yfirþjálfari fór yfir þetta í beinni útsendingu á facebook KR Körfu föstudaginn 1. maí – sjá viðtalið hér að neðan

 

Deila þessari grein