Körfuknattleiksdeild

Laskað lið KR áttu ekki erindi í Val

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.March 2019

24. umferð Dominosdeildar kvenna fór fram í dag og tóku KR konur á móti efsta liði deildarinnar Val, lokatölur 67-98 þar sem Kiana Johnson var stigahæst með 14 stig.

Veikindi hafa hrjáð kvennaliðið og voru Ástrós Lena Ægisdóttir og Margrét Blöndal ekki leikfærar í dag. Unnur Tara Jónsdóttir hitaði upp með liðinu en hún er ekki leikfær. Kristbjörg Pálsdóttir lék á ný með KR og er það fagnaðarefni. KR hófu leikinn illa og mistnoðu góð færi, Valsstúlkur efldust þegar á leið leikhlutann og náðu strax forystu, staðan 14-22 eftir fyrsta leikhluta. Benedikt þjálfari hreyfði liðið mikið og margir leikmenn fengu góðan séns, Valsstúlkur komu leiknum nánast í ísskápinn í öðrum leikhluta og leiddu með 23 stigum í hálfleik 30-53.

KR liðið kom grimmt til leiks í síðari hálfleikinn og minnkuðu muninn, Darri Freyr tók strax leikhlé og gestirnir svöruðu með góðum kafla og bættu við forystuna, staðan eftir þrjá leikhluta 48-79. Úrslitin voru ráðin og allir leikmenn fengu tækifæri í stórum sigri Val 67-98.

Kiana var stigahæst með 14 stig en henni næst kom Vilma með 13. Allir leikmenn KR náðu að skora. Hjá Val var Heather stigahæst með 23 stig en henni næst kom Helena með 16. Allir leikmenn Vals náðu einnig að skora í leiknum.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni er því þannig að Valur og Keflavík eru með 36 stig, Stjarnan kominn í þriðja sætið með 30 stig líkt og KR en eru með betri innbyrðis stöðu. Snæfell eru svo í fimmta sæti með 26 stig.

Næsti leikur er gegn Snæfell í Stykkishólmi miðvikudaginn 13. mars klukkan 19:15. KR-konur fara langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri þar.

 Mynd: Vilma Kesänen var næst stigahæst með 13 stig í dag

Deila þessari grein

Tengdar greinar