Körfuknattleiksdeild

Leikir helgarinnar hjá KR körfu

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔07.December 2018

Það eru strákarnir í 9. flokki sem hefja leikjahrinuna þessa helgina en þeir leika á Flúðum klukkan 18:00 föstudaginn 7. desember.

Strákarnir í 8. flokki keppa sem KR c í 9. flokki og eru bikarleikur gegn Haukum föstudag klukkan 20:00 í DHL-Höllinni.

Drengjaflokkur b-lið leikur í DHL-Höllinni klukkan 14:00 gegn FSu B á Íslandsmótinu á laugardag.

Unga fólkið tekur þátt í Valsmótinu í Origo- höllinni

Unglingaflokkur karla fá Njarðvík í heimsókn í DHL-Höllina klukkan 16:00 og er það leikur í Íslandsmótinu

Dömurnar okkar leika í Dominosdeild kvenna en leikurinn fer fram í Stykkishólmi klukkan 17:00. Leikurinn er í beinni útsendingu á youtube rás Snæfell Karfa. Toppleikur hjá dömunum sem gaman verður að fylgjast með.

Á sunnudag eru fjórir leikir klukkan 14:00 í DHL-Höllinni leika KR og Fjölnir í 10. flokki drengja.

Stelpurnar í KR/Fjölni 10. flokki leika gegn Breiðablik klukkan 14:00 í Smáranum.

KV og KR-Bumban leika einnig í DHL-Höllinni á sunnudag klukkan 16:00.

Lokaleikur helgarinnar er svo í Dominosdeild Karla þegar að KR-ingar heimsækja Stjörnuna í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar