Körfuknattleiksdeild

Leiktímabilinu 2019-2020 er lokið – Dominosdeildirnar stoppaðar

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔18.March 2020

Það hefur ekki farið framhjá neinum að í dag var ákveðið með framhaldið í tveimur efstu deildum karla og kvena í körfuboltanum. Enginn Íslandsmeistari verður tímabilið 2019-2020 og verða því Valur í Dominosdeild kvenna og KR í Dominosdeild Karla áframhaldandi handhafar Íslandsmeistarabikaranna.

Stelpurnar enduðu í öðru sæti Dominosdeildar kvenna en Valskonur eru krýndar deildarmeistarar 2020. Grindavík falla niður í 1. deild kvenna og Fjölnir taka sæti þeirra í Dominosdeildinni.

KR-ingar eru í fjórða sæti Dominosdeildar karla en Stjörnumenn eru krýndir deildarmeistarar. Fjölnir falla og Hattarmenn taka sæti þeirra.

Fordæmalausir tímar í heiminum og það er með miklum trega sem körfuboltafjölskyldan þarf að sameinast í því að láta lífið halda áfram. Það er ekki bara að deildirnar séu stoppaðar, heldur eru 300 iðkendur hjá KR körfu allir í stoppi og enginn getur æft. Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkar iðkendur og vonandi getur deildin opnað fyrir æfingar á einhvern hátt eftir 23. mars.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020   Körfuboltaskóli KR, er starfræktur á íþróttasvæði félagsins, í Frostaskjóli 2. Þar er boðið upp á öruggt umhverfi

Lesa meir