Fréttir á KR.is

Lokaúrslitin hafin 1-0

📁 Fréttir á KR.is, Körfuknattleiksdeild 🕔19.April 2017
Lokaúrslit Dominosdeildar karla hófust með flugeldasýningu í gærkvöldi í DHL-Höllinni. KR voru fljótir að ná yfirhöndinni í leiknum og leiddu í hálfleik 48-35. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik þar sem Brynjar Þór Björnsson slökkti í liði Grindavíkur með fjölmörgum stemmnings-þristum og tilþrifum. KR liðið gerði gríðarlega vel þar sem allir lögðu í púkkið og sigurinn svo sannarlega sigur liðsheildarinnar undir styrkri stjórn Pavel Ermolinskij . Plan þjálfara KR gekk fullkomlega upp og áttu Grindvíkingar fá svör við varnar og sóknarleik KR liðsins.
Athygli vakti að leikurinn hófst 18:15 en hefðbundin leiktími er 19:15 og miðaðist öll markaðssetning við þann tíma eins og gefur að skilja og þess vegna slæmt að hringla með leiktíma í sjálfum lokaúrslitum. Eitthvað sem á ekki að gera nema að leik er frestað vegna veðurs en þá eiga liðin sem lenda í því að finna annan leiktíma í samstarfi við KKÍ og ekki blanda öðrum liðum/leikjum í þau mál.
Það virðist vera að atvikið sem vakti hvað mesta athygli í leiknum í gær var hindrun Ólafs Ólafssonar á miðjum velli  sem Brynjar Þór Björnsson hljóp inn í og vissi ekki af.  Kannski er það skiljanlegt þar sem leikurinn sjálfur var aldrei spennandi ( hindranir á miðjum velli til að losa um leikstjórnanda er þekkt stærð í körfuknattleik og eiga ekki að koma á óvart) . Í kjölfarið hafa netheimar logað þar sem ýmsir sjá sig knúna um að kalla Brynjar Þór Björnsson öllum illum nöfnum og saka hann um fautaskap og ruddamennsku. Þessi margfaldi Íslands og Bikarmeistari og einn sigursælasta leikmaður í sögu körfuboltans á það svo sannarlega ekki skilið  og má velta fyrir sér hvað liggi að baki?
 Er það almenn fáfræði um leikinn eða einfaldlega biturð og gremja þeirra sem vona að KR mistakist? Brynjar er ekki grófari en aðrir leikmenn. Hann er fastur fyrir eins og svo margir aðrir leikmenn sem óþarfi er að nafngreina og þessir leikmenn eru sínu liði mikilvægir og eitthvað sem öll lið ættu að hafa!
En nú skal farið úr dimmum netheimum og aftur í bjartan veruleikann  . Veruleikinn er sá að það er magnað að KR er eina ferðina enn þáttakandi í lokaúrslitum Dominosdeildar karla. Fjórða árið í röð og í sjöunda skipti frá því herrans ári 2007. Ræðum það!
Leikur 2 á föstudaginn er svo sannarlega áhugaverður. Grindvíkingar særðir og ætla sér að sýna að það er ástæða fyrir því að þeir eru að leika til úrslita. Það er ljóst að leikurinn verður stríð frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og því nauðsynlegt að fylkja liði og hvetja okkar menn til sigurs. Mætum tímanlega og sýnum hvað Stórveldið KR stendur fyrir!
Að gefnu tilefni eru trommur bannaðar í Mustad Höll þeirra Grindvíkinga. Virðum það!
Alvogen kemur sterkt inn eina ferðina enn og býður far á leikinn. Brottför frá KR 17:30 og fyrstur kemur fyrstur fær.
VERUM JÁKVÆÐ OG ÁFRAM KR!GAME 2 RÚTA
Deila þessari grein

Tengdar greinar

Auka aðalfundur körfu 22.júní

Auka aðalfundur körfu 22.júní

Samþykkt var á aðalfundi Körfuknattleiksdeildar KR 6. mars síðastliðinn að halda aukaaðalfund að loknu keppnistímabilinu.  Hér með er til hans

Lesa meir