Meistaraflokkur karla

Loksins loksins KR-Þór A. á miðvikudag!

📁 Meistaraflokkur karla 🕔13.March 2017
Loksins er úrslitakeppni Dominos deildar karla að hefjast og mótherji KR í 8-liða úrslitum Þór Akureyri. Þór sem eru á fyrsta ári í deildinni hafa heldur betur komið sterkir inn og unnu leik þessara liða á heimavelli fyrir ekki alls löngu. Þjálfari Þórsara Benedikt Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með liðið á sínu fyrsta ári í Dominosdeildinni og ljóst að það verður hart barist enda enda Þórsarar þekktir fyrir að gefa ekkert eftir.
Deildarmeistaratitillinn fór á loft í síðustu viku fjórða árið í röð og heimavallarrétturinn sem fylgir þeirri nafnbót mikilvægur enda forréttindi að hefja leik á heimavelli og ef til oddaleikjar kæmi í úrslitakeppninni þá er sá leikur spilaður í DHL-Höllinni þar sem mörg lið hafa fallið í valinn. Heimavallaréttinum fylgja líka ákveðnar skyldur utan vallar sem innan. Eins af þeim skyldum er virkur þáttur okkar KR-inga að hvetja frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og standa upp og láta í sér heyra enda fátt eins leiðinlegt og þegar gestirnir eiga stúkuna á okkar eigin heimavelli.
KR-ÞOR-AKEY-WEB
Úrslitakeppninni fylgja margar frábærar minningar undanfarin ár. Með þáttöku okkar allra  er ljóst að fleiri minningar muni skapast enda skemmtilegt en að mæta í troðfulla DHL-Höll nú þegar dag er farið að lengja enda úrslitakeppnin af sumum talin vera vorboðinn góði.
Minnum á BBQ frá kl 18:00.
ÁFRAM KR!
Deila þessari grein

Tengdar greinar

Yngri leikmenn í landsliðum körfu

Yngri leikmenn í landsliðum körfu

Eftirtaldir leikmenn hjá KR körfu  hafa verið valin í  U15 ára landslið drengja og stúlkna Lea Gunnarsdóttir, Alexander Óðinn Knudsen og

Lesa meir