Körfuknattleiksdeild

Magnaður sigur á Val og KR konur í bikarúrslit á Laugardaginn

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔13.February 2020

KR konur tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ og Geysis með mögnuðum sigri 99-104 í framlengdum leik. KR leiddu í hálfleik 44-50 og voru að hitta mjög vel. KR-ingar áttu frábæran kafla í þriðja og upphafi fjórða leikhluta og náðu 15 stiga forystu. Valskonur með Kiönu Johnson í fararbroddi og sjóðheita Hallveigu jöfnuðu leikinn og þurfti að framlengja.

Miklar sveiflur voru í framlegningunni en KR-liðið svaraði erfiðri stöðu með frábærum leik og sigruðu 99-104 í æsispennandi leik.

Leikurinn hafði uppá allt að bjóða og fá stelpurnar okkar mikið hrós fyrir sitt framlag, leikurinn vel upp lagður og einbeitingin skein í gegn. KR-konur eru því komnar í bikarúrslit og mæta annað hvort Skallagrím eða Haukum klukkan 16:30 á Laugardag í Laugardalshöllinni.

Frammistöðu kvöldsins fær Hildur Björg Kjartansdóttir sem átti sinn albesta leik á Íslandi, 37 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 varin skot og 3 stolna bolta.

Skyldumæting allra KR-inga til að styðja við bakið á stelpunum, miðasala hefst uppúr hádegi á morgun og auglýsum við það nánar.

Mynd: Stelpurnar fagna vel að leik loknum

Umfjöllun af karfan.is

Mynd: Hildur Björg Kjartansdóttir var mögnuð í kvöld og þrátt fyrir ökklasnúning var hún óstöðvandi

Viðtal við Hildi Björgu Kjartansdóttur af karfan.is

Mynd: Margrét Kara var mögnuð í kvöld og lék frábærlega einsog liðið í heild

Viðtal við Margréti Köru Sturlaugsdóttur

 

Mynd: Benedikt Rúnar Guðmundsson var sáttur með liðið sitt í kvöld og sagði þetta vera besta leik liðsins í vetur.

Viðtal við Benedikt Guðmundsson af karfan.is

Myndir teknar af Karfan.is

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir