Körfuknattleiksdeild

Magnaður sigur KR á Keflavík í unglingaflokki karla í DHL-Höllinni í dag

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔09.February 2020

KR og Keflavík mættust í DHL-Höllinni fyrr í dag þar sem strákarnir okkar sigruðu 77-72 í sveiflukenndum leik en þeir voru meðal annars undir í hálfleik 26-35.  Alfonso Birgir Gomez Söruson var stigahæstur með 24 stig.

Þessi sömu lið mættust í bikarkeppninni í janúar þar sem KR-ingar sigruðu með full mannað lið í æsispennandi leik. Nú var leikið í Íslandsmótinu en því miður voru strákarnir í drengjaflokk að spila á Ísafirði á sama tíma, en við það bættust veikindi og meiðsli hrjáðu unglingaflokkinn í dag og því einungis sex leikmenn leikfærir. Ingi Þór þjálfaði liðið í dag í fjarveru Arnoldas.

Alfonso opnaði leikinn með þriggja stiga körfu en Keflavík komust fljótt yfir með Andrés Ísak í ham, Keflavík leiddu 7-13 og 13-21 í lok fyrsta leikhluta. Ólafur og Alfonso minnkuðu muninn í 18-21 í upphafi annars leikhluta en Keflavík með Andrés Ísak í 17 stigum í fyrri hálfleik komust 20-31 yfir. Keflavík leiddu 26-35 í hálfleik.

KR-ingar komu grimmir úr hálfleiknum og minnkuðu muninn strax í upphafi 33-35. En áhlaup Keflavíkur með Veigar Áka í fararbroddi varð 0-7 og munurinn aftur 9 stig. Í stöðunni 39-50 skoruðu KR-ingar með Ólaf Þorra í ham í kringum körfuna 18-2 og enduðu frábæran leikhluta með flautuþrist frá Veigari Má, KR leiddu 56-52 eftir þrjá leikhluta.

KR-ingar héldu áfram að vera með öll völd á vellinum, náðu góðum stoppum þar sem Keflavík tóku léleg skot, Þrjár þriggja stiga körfur í röð frá Alfonso kom KR í 71-60. Keflvíkingar reyndu einsog þeir gátu að laga stöðuna en KR-ingar stóðust þeirra áhlaup og fögnuðu frábærum sigri 77-72.

Ólafur Þórir og Þórir Lárusson voru atkvæðamiklir sérstaklega í síðari hálfleik en saman skoruðu þeir 29 stig. Alfonso var að skjóta boltanum vel og var ógnandi allan leikinn, hann var einsog áður sagði frábær þegar að KR náðu 11 stiga forystu 71-60. Tómas Andri og Árni börðust vel en Veigar Már átti tilþrif leiksins í lok þriðja leikhluta þegar að hann kveikti í netinu með flautu þriggja stiga körfu.

Stigaskor KR í leiknum: Alfonso Birgir Gomez Söruson 24 stig, Ólafur Þorri Sigurjónsson 19, Þórir 17, Veigar Már Helgason 9 , Tómas Andri Bjartsson 6 og Árni Kristjánsson 2.

Stigaskor Keflavíkur í leiknum: Andrés Ísak Hlynsson 23 stig, Arnór Sveinsson 16, Davíð 9, Árni 8, Veigar Áki Hlynsson 7, Arnór 3, Elvar 3, Sigurður 2, Nói 0, Bergur 0, Arnar 0, Magnús 0.

Þetta var fimmti sigur strákanna sem eru núna með 5 sigra og 4 tapleiki í fjórða sæti Íslandsmótsins í Unglingaflokki karla.

Strákarnir mæta Breiðablik í bikarúrslitaleik föstudaginn 16. febrúar klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni.

Næsti leikur strákanna á Íslandsmótinu er 23. febrúar gegn Selfoss/Hamar/Hrunamenn U.fl.kk. í DHL-Höllinni klukkan 16:00.

Ingimar Victorsson var á svæðinu með myndavélina

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir