Körfuknattleiksdeild

Miðasala á undanúrslit Geysisbikarsins í fullum gangi

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔06.February 2020

KR og Valur mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:30. Þetta er sannkallaður stórleikur og mikilvægt að fjölmenna á leikinn. Miðasala er hafin en það er mikilvægt að stuðningsmenn KR kaupi miðana í gegnum félagið en andvirði allra miða keyptra þannig renna óskiptir til Körfuknattleiksdeildar KR

Tvær leiðir til að kaupa miða:
1) Kaupa miða í miðasölu á leik KR og Keflavíkur föstudaginn 7 febrúar. Miðasala opnar 19:00 og er opin til 20:30.
2) Kaupa miða með því að nota meðfylgjandi slóð (lesa leiðbeiningar vel):

ATH! AÐ ÞAÐ ÞARF AÐ NOTA ALLA SLÓÐINA HÉR AÐ NEÐAN

Þá opnast rétt miðasölusíða en ekki er hægt að opna slóðina í vafra og afrita þá slóð sem þar birtist aftur og senda áfram, þá virkar hún ekki rétt (hún breytist eftir að hafa verið opnuð). Þannig nota þessa slóð – ekki aðra: KR miðasala: https://tix.is/is/specialoffer/n4tclstck6wku

Miðaverð á undanúrslitin 2020:

2.500 kr. 16 ára og eldri

1.000 kr. 6-15 ára

Frítt fyrir 5 ára og yngri

ÁFRAM KR!

Deila þessari grein