Körfuknattleiksdeild

Minnibolta stelpurnar 10 ára stóðu sig frábærlega í Garðabæ

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔29.November 2018

Stelpurnar í minnibolta kvenna 10 ára kepptu í annarri umferð Íslandsmótsins síðustu helgi. Spilað var í Mathús Garðabæjar höllinni og mótið virkilega vel útfært af hálfu Stjörnunnar.

KR stelpurnar mættu 8 til leiks og hófu mótið mjög vel með 3 góðum sigrum á laugardeginum. 24-16 gegn Ármanni, 36-20 gegn Skallagrím og að lokum 36-12 sigri gegn Njarðvíkurstúlkum.

Sunnudagurinn hófst á skotsýningu hjá stelpunum, en leikurinn fyrsti leikur dagsins var gegn Haukum og endaði 52-26.

Þá var komið að úrslitaleik helgarinnar gegn sterku Keflavíkurliði sem ekki hafði tapað leik í vetur. KR stelpur byrjuðu af miklum krafti og sigldu heim 28-18 sigri.

Mynd: Stelpurnar með þjálfurnum Maté Dalmay og Vilmu Kesänen í Garðabæ.

Deila þessari grein