Körfuknattleiksdeild

Minnibolta stelpurnar í 10-11 ára heimsóttu Val

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.March 2019

Minnibolta stelpurnar í 10-11 ára heimsóttu á sunnudaginn nágranna sína í Valsheimilinu. En þjálfararnir Maté Dalmay og Víkingur Goði stóðu fyrir þessari góðu hugmynd.

Æft var saman undir handleiðslu þjálfara beggja liða en síðan spiluðu liðin stutt mót í blönduðum liðum sín á milli. Sunnudagsæfingunni lauk svo að sjálfsögðu með leik Vals stúlkna gegn KR stelpunum okkar. Skemmtileg tilbreyting og stelpurnar stóðu sig vel.

Takk fyrir okkur Valur

Deila þessari grein

Tengdar greinar