Körfuknattleiksdeild

Ný og glæsileg stigatafla vígð í DHL-Höllinni

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔04.January 2019

Á morgun laugardaginn 5. Janúar klukkan 17:15 verður ný og glæsileg LED leikklukka vígð þegar að KR-ingar mæta Keflavík í Dominosdeild kvenna. Bæði lið eru á toppnum og því verður hart barist.

Gamla klukkan var farin að bila og framleiðendur hennar hættir að þjónusta hana. Því urðu KR-ingar að setja upp nýja klukku sem stendur sína fyrstu vakt á morgun.

Margir möguleikar eru í boði þegar að um svona LED skjá er að ræða og munu meistararnir í KRTV klárlega nýta sér þá möguleika.

Deila þessari grein