Körfuknattleiksdeild

Öflug frammistaða skilaði sigri á Stjörnunni í DHL-Höllinni

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔09.March 2019

Það var mikil eftirvænting og spenna fyrir leiknum enda Stjarnan á siglingu og höfðu sigrað Njarðvík í umferðinni á undan þar sem dómarnir voru í aðalhlutverki. KR-ingar hinsvegar sigruðu Grindavík og ljóst að bæði lið ætluðu sér stóra hluti og mátti því búast við leik þar sem allt væri lagt í sölurnar enda deildarmeistaratitill möguleiki fyrir Stjörnuna og KR að fikra sig upp töfluna í stöðu sem gæfi heimaleikjarétt í a.m.k. fyrstu umferð úrslitakeppninar.

Það var eins og við manninn mælt. Leikurinn var í járnum í 40 mínútur en KR náði mest 10 stiga forskoti, Stjarnan mest 6 stiga forskoti og 6 sinnum stóðu leikar jafnir. KR-ingar reyndust sterkari í lokin, stóðu vörnina vel í lokasókn Stjörnunar og sigur staðreynd.

Hér má lesa nánar um leikinn

Tölfræði

Það er ánægjulegt að sjá að KR eru að koma sterkir til leiks eftir bikar vonbrigði og landsleikjahlé. Allir leikmenn liðsins lögðu í púkkið í leiknum þar sem Julian Boyd og Mike DiNunno áttu flottan leik alveg eins og í Grindavík. Liðið á Jón Arnór inni og spurning hvort að hann taki þátt í leiknum á mánudaginn í Seljaskóla gegn ÍR. Pavel tók þátt í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða og munar um minna.  Einnig var gaman að sjá stemmninguna í leikmönnum sem svo smitaði frá sér upp í stúku. Sannarlega eitthvað sem er vonandi komið til að vera enda er samvinna leikmanna og KR-inga í stúkunni baneitrað vopn.

Reykjavíkurslagur af bestu gerð er svo framundan kl 19:15 á mánudaginn í Seljaskóla. ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvík á  útivelli síðasta fimmtudag og ljóst að KR-ingar verða að fjölmenna enda Seljaskóli skemmtilegt hús og stemmningin rafmögnuð.

Nú er lag að klára deildarkeppnina sterkt og taka það með sér inn í sjálfa úrslitakeppnina. Það eru mörg lið í ár sem telja sig eiga tilkall til Íslandsmeistaratitilsins sem hefur verið í eigu KR undanfarin 5 ár og því spennandi tímar framundan.

ÁFRAM KR!

Mynd: Mike DiNunno var öflugur fyrir KR gegn Stjörnunni

Myndin er tekin af mbl.is

Deila þessari grein

Tengdar greinar