Körfuknattleiksdeild

Öruggur sigur á Bikarmeisturunum í DHL-Höllinni

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔11.March 2020

KR konur sigruðu Skallagrím 65-50 þar sem þær voru yfir allan leikinn og leiddu mest með 24 stigum. Stigahæst var Sanja Orozovic með 21 stig.

KR komu einbeittar til leiks og léku af festu, þær náðu fljótlega forystu sem þær létu aldrei af hendi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 19-10. Í öðrum leikhluta léku stelpurnar frábæra vörn og þvinguðu Skallagrímskonur í erfið skot. KR unnu leikhlutann 23-8 og leiddu í hálfleik 42-18.

KR-ingar komu værukærar til síðari hálfleiks og áttu í bölvuðu basli með að skora, tapaðir boltar og illa nýtt tækifæri gaf Skallagrím smá von en þær unnu þriðja leikhluta 12-19 og staðan að honum loknum 54-37. Fjórði leikhluti var rólegur og lítið skorað, KR voru með sigurinn öruggan allan leikinn og lokatölur 65-50.

Sigurinn mikilvægur í baráttunni um annað sætið en Keflavík sigruðu Val í framlengdum leik og þrír leikir eftir af deildinni.

Tölfræði leiksins

Ingimar Victorsson var með myndavélina og tók myndir

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir