Körfuknattleiksdeild

Öruggur sigur í Borgarnesi

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔07.January 2019

Dominosdeild karla hófst á ný eftir jólafrí og sóttu KR-ingar Skallagrím heim í Fjósið í Borgarnesi. KR-ingar mættu grimmir til leiks og sigruðu 78-94.  Julian Boyd var stigahæstur með 23 stig en Kristófer Acox skoraði 21 stig og reif niður 12 fráköst.

KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 2-21 en þá skiptu heimamenn um vörn og það hægðist á KR sem héldu muninum áfram á þessu bili. KR leiddu í hálfleik 37-51. KR-ingar komu grimmir út úr hálfleiknum og komust mest 29 stigum yfir og sigurinn aldrei í hættu, lokatölur 78-94.

KR-ingar eru áfram í 5. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan og Keflavík en Keflavík eiga leik til góða gegn Njarðvík. Baráttan er hörð og er næsti leikur KR gegn Keflavík á heimavelli föstudaginn 11. janúar.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun af Karfan.is

Umfjöllun af Vísir.is

 

Mynd: Emil Barja lék vel fyrir KR í kvöld og var með 15 stig

mynd tekin af karfan.is Bára Dröfn

Deila þessari grein