Körfuknattleiksdeild

Öruggur sigur í Smáranum – Kiana með 50 stig

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔06.February 2019
Öruggur sigur í Smáranum – Kiana með 50 stig

Kvennaliðið okkar sigruðu Breiðablik 81-102 í Smáranum í kvöld, staðan í hálfleik var 38-59. Kiana Johnson var stórkostleg með þrefalda tvennu, en daman skoraði 50 stig reif niður 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar auk þess að stela 5 boltum.

KR stúlkur eru komnar í fyrsta sætið í Dominosdeild kvenna en þær eru jafnar Keflavík að stigum og eiga þær innbyrðis betur á Keflavík og því í efsta sætinu. Baráttan er hörð og allir sigrar mikilvægir. Sigurinn í kvöld gæti reynst liðinu dýrkeyptur en Unnur Tara Jónsdóttir meiddist á hné og er óvitað hversu alvarleg meiðslin eru. Við vonum það besta og vonandi sjáum við harðnaglann Unni Töru sem fyrst í KR-búning.

KR-liðið mættu gríðarlega einbeittar til leiks og réðu Blikar ekkert við Kiönu sem bæði skoraði og bjó til körfur fyrir samherja sína, munurinn var fljótlega kominn í 20 stig strax í fyrsta leikhluta sem endaði 20-36. KR bættu við forystu sína og náðu mest 30 stiga forskoti í öðrum leikhluta, Orla hefur verið að leika meidd og ekki náð sér almennilega á strik. Unnur Tara og Kiana báru af í liði KR en liðið var engu síður allt að spila góða vörn, staðan í hálfleik 38-59.

Í þriðja leikhluta var meira jafnræði á milli liðanna en KR héldu sínum hlut og bættu 2 stigum við forystu sína. Því miður meiddist Unnur Tara einsog áður segir í þriðja leikhluta, staðan 58-81. KR-ingar voru ákveðnar að láta ekki forystuna af hendi og léku einsog þær sem höfðu valdið. Lokatölur 81-102.

Næsti leikur KR er strax á laugardag í DHL-Höllinni þegar að Skallagrímskonur mæta í heimsókn, leikurinn hefst klukkan 15:00.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun af vísir.is

Mynd: Benedikt Guðmundsson að gera frábæra hluti stelpurnar

Deila þessari grein