Körfuknattleiksdeild

Pálmar kveður

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔19.May 2017
Pálmar kveður

Okkar ástkæri, eini sanni Pálmar Ragnarsson hefur ákveðið að leita á vit nýrra ævintýra og verkefna og lýkur þar með tíma hans í KR um óákveðin tíma. 5 ára tímabil sem allir hafa tekið eftir enda Pálmar ákaflega vandvirkur, skipulagður og með brennandi áhuga á körfubolta, samskiptum í kringum íþróttina og öllu sem henni fylgir. Hans ástríða er að miðla öllu þessu til yngstu iðkendana í körfubolta og það hefur hann svo sannarlega gert þannig að tekið hefur verið eftir. Það er mikill missir að missa Pálmar úr félaginu en að sama skapi skiljanlegt að Pálmar vilji taka annarri áskorun í öðru félagi alveg eins og gerði í KR fyrir 5 árum og sló í gegn.

Kæri Pálmar – kærar þakkir fyrir samstarfið og gangi þér vel á nýjum vígstöðvum. KR vonar að þú snúir á einhverju tímapunkti til baka enda standa dyrnar ávallt opnar fyrir þér.

Deila þessari grein

Tengdar greinar