Fréttir á KR.is

Sigur á Godella á Spáni

📁 Fréttir á KR.is 🕔23.September 2018

KR sigur í æfingaleik gegn Godella.

Strákarnir mættu spænska liðinu Godella í kvöld þar sem KR-ingar leiddu allan leikinn og sigruðu örugglega 68-82.
Mjög heitt var í húsinu og boltinn rennandi blautur frá upphafi leiks sem setti mark sitt á leikinn. KR-ingar tóku forystuna í upphafi fyrsta leikhluta og leiddu 14-20 eftir fyrsta leikhluta. KR-ingum gekk illa að slíta gestgjafina frá sér en þeir settu niður risa skot til að minnka muninn. KR-ingar leiddu 35-46 í hálfleik.
Í upphafi síðari hálfleiks snéri Emil Barja sig og vonandi verður hann snöggur að jafna sig. Góður kafli frá KR kom þeim yfir 42-59 en staðan að loknum þremur leikhlutum 49-64. Mestur varð munurinn 51-73 en í gegnum allan leikinn fengu allir leikmenn góð tækifæri og Jón Arnór afmælismaður dagsins lék ágætlega. Lokatölur 68-82.

Stigaskor KR-inga: Sigurður Þorvaldsson 15, Julian Boyd 13, Orri Hilmarsson 10, Jón Arnór Stefánsson og Vilhjálmur Kári Jensson 9, Björn Kristjánsson og Dino Stipcic 8, Emil Barja 7, Ólafur Þorri Sigurjónsson og Þórir Lárusson 3, Alfonso Birgir Gomez, Benedikt Lárusson. Tristan Gregers Oddgeirsson og Andrés Ísak Hlynsson hvíldu í dag vegna meiðsla.

Mynd: KR liðið eftir æfingaleikinn gegn Godella.

Efri röð frá vinstri: Ingi Þór Steinþórsson þjálfari, Andrés Ísak Hlynsson, Alfonso Birgir Gomez, Jón Arnór Stefánsson, Sigurður Ágúst Þorvaldsson, Vilhjálmur Kári Jensson, Julian Boyd, Emil Barja, Tristan Gregers Oddgeirsson og Guðmundur Þór Magnússon Team Manager. Neðri röð frá vinstri: Björn Kristjánsson, Dino Stipcic, Þórir Lárusson, Ólafur Þorri Sigurjónsson, Benedikt Lárusson og Orri Hilmarsson.

Deila þessari grein

Tengdar greinar