Fréttir á KR.is

Sigur á Grindavík í Minningarmóti Péturs

📁 Fréttir á KR.is, Körfuknattleiksdeild 🕔13.September 2018

Karlaliðið okkar lék sinn fyrsta æfingaleik í kvöld gegn Grindavík á Minningarmóti Péturs Péturssonar Osteopata.  Leikurinn fór fram í Íþróttahúsi Keflavíkur og sigruðu okkar menn 83-71 eftir að hafa leitt í hálfleik 50-30.  Stigahæstur var Julian Boyd með 22 stig.

Íslandsmeistarar KR hófu leikinn mjög vel og smelltu niður 8 þriggja stiga körfum í fyrsta leikhluta og leiddu 28-20. þeir Julian Boyd, Sigurður Þorvalds og Björn Kristjáns smelltu allir niður tveimur þristum og var boltaflæðið í góðu lagi.  Emil Barja var einsog Dino Stipcic og Julian Boyd að spila sinn fyrsta leik fyrir KR.  Allir 13 leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í kvöld og voru leikmenn að spila vel saman.  Staðan í hálfleik var 50-30.

Í síðari hálfleik komu Grindvíkingar grimmari til leiks og náðu að hægja á okkar mönnum, staðan eftir þrjá leikhluta 66-49.  Átta stig í röð frá Jóhanni Árna breyttu gangi leiksins og Grindavík minnkuðu muninn á þeim kafla niður í 72-64. Ingi Þór tók þá eina leikhlé leiksins. Dino Stipcic og Sigurður Þorvalds komu með góðar körfur og KR-ingar sigruðu 83-71.

Stigaskor KR-liðsins: Julian Boyd 22 stig, Dino Stipcic 13, Sigurður Þorvaldsson 11, Björn Kristjánsson og Vilhjálmur Kári Jensson 10, Emil Barja 7, Þórir Lárusson 5, Orri Hilmarsson 5, Ólafur Þorri Sigurjónsson, Danil Krijanvofskij, Andrés Ísak Hlynsson, Karvel Schram, Alfonso Gomez.

Stigaskor Grindavíkur-liðsins: Terrell Vinson 22 stig, Jóhann Árni Ólafsson og Michhlis Ciapis 13, Jordy Kuiper 8, Nökkvi Harðarson og Sigtryggur Arnar Björnsson 4, Nökkvi Már Nökkvason  og Hilmar Kristjánsson 2, Hlynur Hreinsson, Kristófer Breki, Aðalsteinn Pétursson, Sverrir Sigurðsson.

 

Næsti leikur strákanna er gegn Keflavík föstudaginn 14. September klukkan 18:30.

Deila þessari grein