Körfuknattleiksdeild

Sigur á Val í spennuleik í DHL-Höllinni hjá drengjaflokki

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.April 2019

Strákarnir í drengjaflokki sigruðu Val í kvöld í DHL-Höllinni 82-80 í jöfnum og spennandi leik. Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur með 27 stig. KR-ingar í þriðja sæti þegar að einn leikur er eftir af deildarkeppninni.

Þessi lið mættust á dögunum í Origo-Höllinni þar sem KR-ingar höfðu betur í hörkuleik, í kvöld var enginn breyting, leikurinn spennandi allan tímann. KR-ingar höfðu frumkvæðið og voru með betri tök á leiknum leiddu 19-17 eftir fyrsta leikhluta. Vítanýting beggja liða í leiknum var arfa slök en bæði lið misstu 12 vítaskot í leiknum. KR-ingar náðu mestu forystu sinni um miðjan annan leikhluta 36-28 en Valsmenn jöfnuðu leikinn 36-36. Staðan í hálfleik var 46-44 KR í vil.

Í síðari hálfleik hélt sama barátta áfram og munurinn aldrei meiri en sex stig. Fjögur stig skildu liðin að eftir þrjá leikhluta 66-62. Alexander og Tristan Gregers kom KR í 71-62 sem varð mesti munur á liðunum, Valsmenn með Gabríel í ham minnkuðu muninn. Egill setti tvær stórtar körfur og Arnaldur jafnaði með þrist 77-77. Framundan æsipennandi loka mínútur. Veigar Már Helgason setti þrjú stig í leiknum og voru þau mikilvæg, þristur sem kom KR í 80-77. Valsarar skoruðu og minnkuðu muninn í eitt stig. KR fóru illa að ráði sínu og töpuðu tveimur boltum í röð á meðan að Valsmenn sóttu sér vítaskot. Valsmenn settu niður 1 af 4 og staðan 80-80 þegar um 20 sekúndur voru eftir. Valsmenn með boltann og gerði Sveinn Búi Birgisson sér lítið fyrir og stal boltanum á miðjum vellinum gegn leikstjórnanda Vals og lagði boltann snyrtilega í 82-80. Valsmenn fengu tvö vítaskot þegar 3 sekúndur voru eftir og gátu jafnað. Fyrra vítaskotið fór forgörðum og því reyndu þeir að klikka á því seinna, Valsmenn fengu innkast eftir baráttuna og 2.8 sekúndur eftir. Valsmenn fengu erfitt skot og KR náðu frákastinu.

Flottur sigur hjá KR og liðið með 22 stig þegar að einn leikur er eftir af deildarkeppninni.

Stigaskor KR: Þorvaldur Orri Árnason 27 stig, Alexander Óðinn Knudsen 14, Tristan Gregers 12, Sveinn Búi Birgisson 10, Gunnar Steinþórsson 10, Veigar Már Helgason 5, Óli Gunnar Gestsson 4 og Sævar Jónsson 0.

Síðasti leikur strákanna er gegn Þór Akureyri næstkomandi Sunnudag 14. apríl klukkan 14:00 í DHL-Höllinni.

  Mynd: Hjalti Þór Vilhjálmsson er þjálfari drengjaflokks

 Mynd: Þorvaldur Orri Árnason var með 27 stig í kvöld gegn Val

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar