Körfuknattleiksdeild

Skallagrímur mæta í DHL-Höllina á laugardag

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔08.February 2019

Á laugardag fer fram 20. umferð Dominosdeildar kvenna þegar að KR og Skallagrímur mætast klukkan 15:00 í DHL-Höllinni.

Eftir frábæran sigur á Breiðablik á miðvikudag mæta KR-ingar á heimavöll. Hver sigur er dýrmætur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og er klárt að Unnur Tara verður ekki í leikmannahópi á morgun.

Liðin hafa leikið tvo leiki á tímabilinu og KR sigrað báða leikina, þann fyrri 65-63 í DHL-Höllinni og þann síðari í Borgarnesi 74-81.

Mætum og styðjum stelpurnar í baráttunni – Áfram KR

Deila þessari grein