Körfuknattleiksdeild

Slæmt tap á heimavelli gegn Njarðvík

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔04.February 2019

KR-ingar töpuðu á heimavelli fyrir Njarðvík 55-71 þar sem staðan í hálfleik var 30-31 Njarðvík í vil. Julian Boyd var atkvæðamestur með 29 stig.

KR-ingum gekk mjög illa að skora í upphafi leiks en stigaskorið í leiknum var lágt, og voru Njarðvíkingar yfir eftir fyrsta leikhluta 8-15. Sóknarleikur KR hressist í öðru leikhluta en Julian Boyd var áberandi á þeim endanum. KR-ingar komust yfir 30-27 en staðan í hálfleik 30-31.

Í þriðja leikhluta komu fyrstu tvær þriggja stiga körfunar hjá KR en Julian Boyd var þar á ferðinni, Njarðvíkingar náðu að losa sig og röðuðu niður sex þristum á stuttum tíma og í leik sem hefur svona lágt stigaskor þá er það risa stórt. Njarðvík leiddu 44-55 eftir þrjá leikhluta. KR-ingar komu muninum niður í 50-59 en Njarðvík tóku þá 0-10 kafla og kláruðu leikinn, lokatölur 55-71.

KR og Njarðvík mæstast aftur í undanúrslitum Geysisbikarsins fimmtudaginn 14. febrúar í Laugardalshöllinni.

KR-ingar halda næst í Hafnarfjörð og spila gegn Haukum á útivelli en Njarðvík leika við Grindavík.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun af visir.is

Deila þessari grein