Körfuknattleiksdeild

Sögulegur sigur á Þór Akureyri í drengjaflokk

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔16.April 2019

Síðasti leikur strákanna í drengjaflokk fór fram á sunnudag þegar að Þórsarar frá Akureyri mættu í DHL-Höllina. KR-ingar voru fimm vegna veikinda leikmanna. KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þórsarar og það í fyrsta skipti sem þessi aldurshópur nær að sigra Þórsara, lokatölur 88-83. Alexander Óðinn Knudsen var stigahæstur með 24 stig og 8 stoðsendingar.

KR-ingar gátu ekki færst úr þriðja sætinu, en efsta sætið var í boði fyrir Þórsara með sigri. Jafnt var á milli liðanna í upphafi en gott áhlaup KR komu þeim í ágætis stöðu 25-20 eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn var mjög jafn og bæði lið að þreifa fyrir sér og KR-ingar héldu muninum áfram inní hálfleikinn, staðan 42-36.

Júlíus Orri var atkvæðamikill ásant Agli og röðuðu þeir niður körfum á KR, Þórsarar komust yfir en KR voru í hálsmálinu á gestunum, tveir þristar í röð frá Gunnari kom KR aftur yfir og leiddu heimamenn 62-61 eftir þrjá leikhluta. Í fjórða leikhluta var Alexander Óðinn atkvæðamikill og í stöðunni 77-77 komu allir leikmenn KR (5) með stig á töfluna og æsispennnandi lokamínútur voru KR.

Sveinn Búi Birgisson átti skínandi leik sem og Tristan Gregers, Alexander Knudsen og Gunnar Steinþórsson voru atkvæðamestir í stigaskorinu og Sævar Þór Þórisson var að leika sinn besta leik í vetur.

KR-ingar enda í þriðja sæti og eru líklegir að mæta ÍR í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins.

Stigaskor KR: Alexander Knudsen 24 stig og 8 stoðsendingar, Gunnar Steinþórsson 21 og 5 stoðsendingar, Tristan Gregers 19 stig og 17 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 18 stig, 14 fráköst og 3 stoðsendingar, Sævar Þór Þórirsson 3 stig.

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit hefjast á Þriðjudag KR-ÍR

Lokaúrslit Dominosdeildar karla hefjast í DHL-Höllinni þriðjudaginn 23.apríl klukkan 19:15 þegar Reykjavíkurfélögin KR og ÍR mætast. Gera má ráð fyrir troðfullu

Lesa meir