Körfuknattleiksdeild

Stöndum Saman – Sláum aðsóknarmet í DHL-höllina!

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔30.March 2020

Stöndum Saman – Sláum aðsóknarmet í DHL-höllina!

Í ljósi þess að úrslitakeppnin hefur verið blásin af og KKD KR orðið fyrir verulegum tekjumissi þá ætlum við að slá aðsóknarmetið í DHL-Höllinni með því að selja miða á leik sem mun ekki fara fram eins og gefur að skilja. Aðsóknarmetið er 2500 manns og það er von deildarinnar að sem flestir taki þátt í þessu verkefni og saman slái það met og um leið styrki við starf og rekstur deildarinnar.

Það eru 2 möguleikir í boði með því að smella hér:

1) Burger, drykkur og miði á leikinn 4000kr
2) Miði á leikinn 2500 kr

KAUPA MIÐA

Einnig að taka fram að hægt er að millifæra á reikning KKD KR – Banki: 0137-26-45, kt. 510987-1449.

Það er sárt að engin úrslitakeppni fari fram í ár en þar eigum við KR-ingar margar góðar minningar. Til að rifja upp góðar minningar þá mun KRTV vera opið á meðan á samkomubanni stendur. Þar er fjársjóður leikja og svo sannarlega gaman að fara aftur í tímann og skoða þessa leiki.

ÁFRAM KR og kærar þakkir fyrir stuðninginn!

KAUPA MIÐA

     

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020   Körfuboltaskóli KR, er starfræktur á íþróttasvæði félagsins, í Frostaskjóli 2. Þar er boðið upp á öruggt umhverfi

Lesa meir