Körfuknattleiksdeild

Stöndum Saman – Sláum aðsóknarmet í DHL-höllina!

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔30.March 2020

Stöndum Saman – Sláum aðsóknarmet í DHL-höllina!

Í ljósi þess að úrslitakeppnin hefur verið blásin af og KKD KR orðið fyrir verulegum tekjumissi þá ætlum við að slá aðsóknarmetið í DHL-Höllinni með því að selja miða á leik sem mun ekki fara fram eins og gefur að skilja. Aðsóknarmetið er 2500 manns og það er von deildarinnar að sem flestir taki þátt í þessu verkefni og saman slái það met og um leið styrki við starf og rekstur deildarinnar.

Það eru 2 möguleikir í boði með því að smella hér:

1) Burger, drykkur og miði á leikinn 4000kr
2) Miði á leikinn 2500 kr

KAUPA MIÐA

Einnig að taka fram að hægt er að millifæra á reikning KKD KR – Banki: 0137-26-45, kt. 510987-1449.

Það er sárt að engin úrslitakeppni fari fram í ár en þar eigum við KR-ingar margar góðar minningar. Til að rifja upp góðar minningar þá mun KRTV vera opið á meðan á samkomubanni stendur. Þar er fjársjóður leikja og svo sannarlega gaman að fara aftur í tímann og skoða þessa leiki.

ÁFRAM KR og kærar þakkir fyrir stuðninginn!

KAUPA MIÐA

     

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir