Körfuknattleiksdeild

Stúlknaflokkur í fjögurra liða úrslit

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔08.May 2019

Stúlknaflokkur KR tryggði sér sæti í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins með naumum sigri 75-73 á Njarðvík eftir framlengingu í DHL-Höllinni í kvöld. Margrét Blöndal var stigahæst með 21 stig.

KR virtist ætla að stinga af í upphafi. Njarðvíkingum tókst hins vegar að komast inn í leikinn og var hann eftir það jafn og spennandi. Liðin skiptust á að leiða. Í lok venjulegs leiktíma tókst Njarðvík að jafna með þristi langt utan af velli. KR hafði eina og hálfa sekúndu til að komast yfir á ný og náði ágætu skoti, en það geigaði.

Í framlengningunni héldu liðin áfram að skiptast á stigum, en það var KR sem knúði fram sætan tveggja stiga sigur, 75:73. KR var með fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 21:16, en í hálfleik var staðan orðin 32:33 fyrir Njarðvík. Í þriðja leikhluta komst Njarðvík í 41:48. Þá svaraði KR fyrir sig með 11 stigum í röð og breytti stöðunni í 52:48. Það var staðan í lok þriðja leikhluta. KR komst í framhaldinu í 58:51, en það var í takti við gang leiksins sem Njarðvík komst yfir á ný. KR náði aftur forustu og átti möguleika á að tryggja sigur á vítalínunni. Það var hins vegar Njarðvík, sem átti síðasta orðið í venjulegum leiktíma og jafnaði með þristi.

Margrét Blöndal var stigahæst í liði KR með 21 stig, Jenný Lovísa Benediktsdóttir, skoraði 19 stig, Þóra Birna Ingvarsdóttir 12, Ástrós Ægisdóttir níu, Eygló Kristín Óskarsdóttir átta og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sex stig.

KR mætir Grindavík í undanúrslitum og fer leikurinn fram í Valsheimilinu á föstudagskvöld.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir