Körfuknattleiksdeild

Stúlknaflokkur kominn í úrslit

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔11.May 2019

Stúlknaflokkur KR bar sigurorð af Grindavík í undanúrslitum Íslandsmótsins í kvöld og leikur til úrslita gegn Keflavík á sunnudag klukkan 14:00.

Leikurinn var jafn og spennandi, Grindavík byrjuðu betur og náðu forskoti í upphafi, en KR-ingar náðu vopnum sínum og komust yfir í lok fyrsta leikhluta, staðan 16:17.
Leikurinn var áfram jafn í öðrum leikhluta, en KR hafði þó frumkvæðið og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 29:32.

Grindavík hafði betur í þriðja og í lok hans var staðan jöfn, 46:46. Í fjórða tókst KR hins vegar að knýja fram sigur og gerði vörnin útslagið. Grindavík komst ekkert áfram og KR varði hvert skotið á eftir öðru. KR hélt Grindavík í níu stigum í leikhlutanum og sigraði 55:64.

Úrslitaleikurinn fer fram í Valsheimilinu klukkan 14:00 á sunnudag.

Tölfræði leiksins er að finna hér:

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir