Körfuknattleiksdeild

Stúlknaflokkur töpuðu úrslitaleik gegn Keflavík

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.May 2019

Stúlknaflokkur KR varð að sætta sig við silfur í úrslitaleik Íslandsmótsins síðdegis í dag. Keflavík byrjaði leikinn af mun meiri krafti en KR og náði í upphafi forskoti, sem liðið hélt út leikinn, lokatölur 75:64. Það var ekki fyrr en í stöðunni 22:3 sem KR tók við sér og skoraði 10 stig í röð án þess að Keflavík næði að svara fyrir sig þannig að staðan í lok fyrsta leikhluta var 22:13.

KR tókst ekki að fylgja þessu áhlaupi eftir í öðrum leikhluta og í öðrum leikhluta breikkaði bilið á ný. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 47:29. Í seinni hálfleik náði KR að rétta sinn hlut og tókst að minnka muninn í sjö stig þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Nær komst KR þó ekki og lauk leiknum með 11 stiga mun.

Margrét Blöndal átti fínan leik fyrir KR, skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar auk þess að fiska 11 villur. Jenný Lovísa Benediktsdóttir var stigahæst með 16 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 11 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir fimm stig, 11 fráköst og eina stoðsendingu, María Vigdís Sánchez-Brunete fimm stig, tvö fráköst og eina stoðsendingu, Emilia Bjarkar-Jónsdóttir með fjögur stig, tvö fráköst og eina stoðsendingu, Þóra Birna Ingvarsdóttir með fjögur stig og tvö fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir þrjú stig, tvö fráköst og eina stoðsendingu.


Í liði Keflavíkur átti Anna Ingunn Svansdóttir stórleik og skoraði 30 stig og var valin maður leiksins.

Til hamingju með silfrið.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

KR – Breiðablik í undanúrslitum í unglingaflokki karla á föstudag

Úrslitakeppnin í Unglingaflokki karla fer fram um næstu helgi 17-19 maí og verður leikið í Mustad-Höllinni í Grindavík. KR-ingar sigruðu Keflavík/Grindavík

Lesa meir