Sumardagskrá

Skólastjóri Körfuboltaskóla KR sumarið 2015 verður Jón Hrafn Baldvinsson.

 

Jón Hrafn er leikmaður mfl. KR og er menntaður íþróttakennari frá HÍ, Laugarvatni. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka og er kennari í Vogaskóla.

 

Námskeiðið er jafnt fyrir stelpur og stráka og miðar að því að efla færni og skilning krakka sem vilja bæta sig í körfubolta. Sérstök áhersla verður lögð á knattrak, skottækni og leikskilning sem allir ungir leikmenn verða að tileinka sér.

 

Á námskeiðin munu ýmsir þungavigtarleikmenn íslensks körfubolta mæta sem gestaþjálfarar.

Eftirtaldi dagar eru í boði frá kl 13-16, fyrir annarsvegar 8-9 ára (2006 og 2007) og 10-11 ára (2005 og 2004). Hægt er að gera undanþágur í aldursflokkum fyrir þá krakka sem eru sérstaklega duglegir.

 

Júní-júlí:

1. Námskeið:

29. júní (mán) – 3. júlí (fös).
Ágúst:

2. Námskeið:

4. ágúst (þri)-7. (fös) ágúst.

3. Námskeið:

10. ágúst (mán)- 14 ágúst (fös).

4. Námskeið:

17. Ágúst (mán)– 21. ágúst (fös).

 

Öll námskeið enda með verðlaunaafhendingu og grill/pizzu veislu. Ef veður leyfir mun hluti af kennslunni fara fram utandyra. Vikan kostar kr. 5000,- (kr. 4000 fyrir 4 daga vikur). Búið er að opna fyrir skráningu á heimasíðu KR undir skráning og greiðsla æfingagjalda. Skráið ykkur tímanlega einnig er hægt að skrá með því að smella hér:

Share this article with friends