Körfuknattleiksdeild

Tap fyrir Valsstúlkum sem leiða einvígið 0-2

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔07.April 2019

Undanúrslit Dominosdeildar kvenna héldu áfram í dag þegar að KR-ingar tóku á móti Val, lokatölur 77:84 og leiða Valsstúlkur einvígið 0-2.

KR-ingar hófu leikinn betur og voru Valsstúlkur að elta en KR-ingar leiddu 19-16 eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var áfram með liðunum en í stöðunni 31-31 skelltu Valsstúlkur sex þriggja stiga körfum á síðustu þremur mínútunum og leiddu 31-48 í hálfleik. Slæmur kafli sem var mikið högg fyrir KR-liðið.

KR-ingar komu ákveðnar til síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu átta stigin, þær minnkuðu muninn hægt og bítandi og skoruðu 29 stig í þriðja leikhluta, staðan eftir þrjá leikhluta 60-72 Val í vil. Lítið var skorað í fjórða leikhluta en KR-ingar náðu tvívegis að komast í góða stöðu til að setja leikinn í 2 eða 3 stiga mun. Valsstúlkur náðu að landa sigrinum og leiða einvígið 0-2.

KR-liðið var að leika vel með Kiönu Johnson í þrefaldri tvennu, daman skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Það er klárt að KR-ingar þurfa sigur á fimmtudag ef þær ætla ekki í sumarfrí, liðið getur unnið Valsliðið og trúm við að allir leikmenn liðsins séu hungraðar í það.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun af visir.is og viðtöl

Mynd: Kiana í leiknum í dag. Myndina tók Guðlaugur Karlsson

Næsti leikur fer fram í Origo-Höllinni næstkomandi fimmtudag klukkan 19:15.

Deila þessari grein

Tengdar greinar