Körfuknattleiksdeild

Tap í Hólminum og spenna framundan

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔14.March 2019

Okkar konur í Dominosdeild kvenna sóttu Snæfell heim og höfðu heimakonur betur 89-81 þar sem staðan í hálfleik var 53-40. Orla O´Reilly var stigahæst með 23 stig.

Snæfellsstúlkur höfðu frumkvæðið og leiddu með 10-15 stigum í fyrri hálfleik, leiddu með 13 í hálfleik og höfðu skorað 53 stig sem er mjög hátt stigaskor og ekki vænlegt til árangurs.

KR-ingar voru betri aðilinn í seinni hálfleik en náðu ekki að ógna forystu heimakvenna nægjanlega mikið og Snæfell náðu mikilvægum sigri.

Baráttan framundan um síðasta sætið í úrslitakeppnina verður hörð, KR fá Breiðablik í heimsókn og Snæfell sækir nágranna sína heim í Borgarnesi.

Tölfræði leiksins

Mynd: Orla í leiknum gegn Snæfell. myndina tók Sumarliði Ásgeirsson

Deila þessari grein

Tengdar greinar