Körfuknattleiksdeild

Tap í Þorlákshöfn og serían jöfn 1-1 – Leikur 3 á laugardagskvöld

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.April 2019

Annar leikur KR og Þór Þorlákshöfn fór fram í kvöld í Þorlákshöfn þar sem heimamenn sigruðu 102-90, staðan í hálfleik var 48-40. Julian Boyd var stigahæstur með 21 stig og 11 fráköst.

Þórsarar jöfnuðu seríuna með baráttusigri og er næsti leikur á laugardagskvöldið 13. apríl klukkan 20:00. Við KR-ingar þurfum að fylla DHL-Höllina og gefa strákunum stuðninginn sem þarf til að sigra Þór Þorlákshöfn.

Stjórn deildarinnar þakkar Alvogen fyrir rútuferðina á leikinn.

Umfjöllun um leikinn af visir.is

Umfjöllun um leikinn af karfan.is

Staðan í einvíginu er 1-1 og það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum fer í úrslit.

Mynd: Emil Barja kom sterkur inn af bekknum hjá KR í kvöld

Deila þessari grein

Tengdar greinar