Körfuknattleiksdeild

Tveir góðir sigrar hjá Stúlknaflokki

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.March 2020

Stelpurnar í Stúlknaflokki eru á fullu þessa daganna og léku þær tvo leiki gegn Keflavík og Njarðvík með stuttu millibili.

Stelpurnar mættu til Keflavíkur 1. mars og gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu 64-85 en Keflavík eru í þriðja sæti 1.deildar Stúlknaflokks. Keflavík unnu fyrri leik liðanna 89-62 í DHL-Höllinni í haust en Danielle Rodriquez hefur gert góða hluti með stelpurnar og verður gaman að fylgjast með þeim áfram.

5. mars mættu stelpurnar Njarðvík sem þær töpuðu í hörkuleik í Bikarúrslitum og fór leikurinn fram í DHL-Höllinni. KR stelpur tóku frumkvæðið með góðum varnarleik strax í upphafi og leiddu allan leikinn og unnu 65-44.

 

Stelpurnar eru í fjórða sæti og í baráttunni um gott sæti í úrslitakeppninni.

Framundan eru fjórir leikir gegn Grindavík, tveir leikir gegn Tindastól og svo lokaleikurinn gegn Haukum.

Mynd: efri röð frá vinstri: Eygló Kristín Óskarsdóttir, Helena Haraldsdóttir, Anna Fríða Ingvarsdóttir, Alexandra Eva Sverrisdóttir og Danielle Rodriquez þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Diljá Valdimarsdóttir, María Vigdís Sánchez-Brunete, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir og Þóra Ingvarsdóttir. Á myndina vantar Jenný Lovísu Benediktsdóttur

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir