Körfuknattleiksdeild

Unglingaflokkur karla unnu Sindra örugglega og eru komnir í bikarúrslit

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔02.February 2019

KR og Sindri áttust við í undanúrslitum Geysisbikarsins í unglingaflokki á Hornafirði í dag. KR-ingar náðu snemma yfirhöndinni og sigruðu 50-97. Stigahæstur var Þorvaldur Orri Árnason með 22 stig en næstur kom Danil krijanofskij með 17.

KR-ingar sigruðu Fjölni í hörkuleik í 8-liða úrslitum 60-56 í DHL-Höllinni en Sindra menn sigruðu Hauka 71-69 í 8-liða úrslitum.

KR-ingar léku vel í dag og fengu allir leikmenn flott tækifæri. Framundan eru bikarúrslit gegn annað hvort Keflavík/Grindavík eða Njarðvík, en sá leikur fer fram laugardaginn 9. febrúar.

Stigaskor KR-inga gegn Sindra: Þorvaldur Orri Árnason 22 stig, Danil krijanofskij 17, Þórir Lárusson 16, Orri Hilmarsson 13, Ólafur Þorri Sigurjónsson 8, Sveinn Búi Birgisson 8, Gunnar Steinþórsson 5, Alfonso Birgir Gomez Söruson 4, Jakob Breki Ingason 4.

Mynd: Strákarnir eftir sigurinn á Sindra

Mynd: Skyldustopp á Jökulsárlóni þar sem Lárus Árnason tók myndina en kappinn keyrði strákanna fram og tilbaka.

Deila þessari grein