Körfuknattleiksdeild

Úrslitakeppnin að hefjast 8-liða úrslit Keflavík – KR

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔21.March 2019

Úrslitakeppnin í Dominosdeild karla er að fara af stað og er verkefni okkar KR-inga verðugt þar sem við mætum Keflavík sem eru með heimavallaréttinn. Leikur 1 í Keflavík föstudaginn 22. mars klukkan 20:00.

KR-ingar sækja Keflavík heim í fyrsta leik og er á tæru að bæði lið ætla að selja sig dýrt í baráttunni um að komast áfram í úrslitakeppninni.

Liðin hafa mæst tvívegis í vetur þar sem Keflavík unnu sinn heimaleik með 6 stigum og við KR-ingar unnum okkar heimaleik með 4 stigum. Liðin enduðu jöfn að stigum í deildinni og því eru Keflavík ofar í töflunni.

Við hvetjum okkar fólk til að fjölmenna í Keflavík og styðja við bakið á liðinu okkar.

Deila þessari grein

Tengdar greinar