Körfuknattleiksdeild

Veigar Áki Hlynsson snýr aftur í KR

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔02.May 2020

Hinn ungi og efnilegi Veigar Áki Hlynsson hefur ákveðið að snúa aftur til uppeldisfélags síns KR eftir eins árs dvöl í Í Keflavík.

Veigar Áki er fæddur 2001 og hefur leikið upp alla yngriflokka með KR, í fyrra sumar ákvað hann að söðla um og leika með Keflavík. Veigar Áki hefur verið lykil leikmaður í 2001 árgangsins yngri landsliðum en vegna meiðsla á hné gat hann ekki leikið með 18 ára liðinu.

Veigar Áki lék 8 mínútur að meðaltali með Keflavík og skoraði 1.4 stig að meðaltali í leik og gaf 1 stoðsendingu.

Veigar Áki á eftir eitt ár í unglingaflokki og kemur inn í þétta dagskrá ungu mannana í KR og KV.

Viðtal sem Ingvar Ákason tók við Veigar í gær (biðjumst velvirðingar á myndgæðunum)

Mynd: Veigar Áki Hlynsson

Deila þessari grein