Fréttir á KR.is

Vel heppnað Alvogen mót afstaðið í DHL-Höllinni

📁 Fréttir á KR.is 🕔07.October 2018

Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar KR vill þakka öllum þeim sem þátt tóku á vel heppnuðu Alvogen móti sem haldið var í 10. sinn helgina 6. – 7. október 2018. Met þáttaka var þetta árið og þakkar Unglingaráðið öllum sjálfboðaliðum sem að mótinu komu kærlega fyrir sitt framlag.

Margir efnilegir leikmenn heimsóttu DHL-Höllina og var leikgleðin í fyrirrúmi hjá bæði stelpum og strákum.

Sporthero voru á staðnum og tóku liðsmyndir af öllum liðum sem og einstaklings myndir. Næsta þriðjudag verða Sporthero menn klárir með myndirnar og verður hægt að sækja liðsmyndir af öllum liðum á heimasíðu þeirra.   SPORTHERO

Deila þessari grein