Körfuknattleiksdeild

Viðtal við Kristínu B. Jónsdóttur – Bikarupphitun

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.February 2020
Viðtal við Kristínu B. Jónsdóttur – Bikarupphitun

Kristín Jónsdóttir er ein sú albesta sem spilað hefur með KR og þekkir vel að spila stóra leiki. Heimasíðan mátti til með að heyra í henni fyrir undanúrslitaleikinn sem meistaraflokkur er að spila á morgun í Höllinni gegn ofurliði Vals með Helenu Sverrisdóttur innanborðs.

Hérna eru allar upplýsingar hvernig þú kaupir miða á leikinn KR – Valur fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 17:30 í Laugardalshöllinni

 

Mynd: Kristín B. Jónsdóttir varð bæði Íslands- og bikarmeistari með KR

Nú hefur þú spilað í Höllinni bikarleiki með góðum árangri. Hvernig var upplifunin?

Hún var alltaf mjög sérstök og engri annarri lík, þetta er skemmtilegasta keppnin og mesta stemmingin.  Allt frá undirbúningsæfingunni í höllinni og fram að leik hríslaðist um mann spenna og tilhlökkun, manni leið eins og barni sem beið eftir jólunum.

Mynd: Kristín B. Jónsdóttir ásamt Hildi Sigurðardóttir fagnar bikarmeistaratitli

Hvernig eru þessir leikir öðruvísu en aðrir leikir?

Í bikarleik hefurðu aðeins eitt tækifæri þar af leiðandi verður dagsformið að vera þitt allra besta. Undirbúningur er því mjög mikilvægur. Það er hærra spennustig en fyrir flesta aðra leiki tímabilsins og getur verið áskorun að stýra því.

Mynd: Kristín B. Jónsdóttir lengst til hægri á bekknum gegn Val

Hvaða ráð vilt þú gefa stelpunum fyrir leikinn gegn Val?

Aldrei að efast – Aldrei að hætta. Þó að þetta sé eitthvað sem maður hefur heyrt mörgum sinnum þá getur maður hugsað þetta með hjartanu og framkallað þá áræðni, kraft og einbeitingu sem þarf til að sigra. KOMA SVO KR!!!

Mynd: Kristín hérna í miðjunni með Guðbjörgu Norfjörð og Hönnu Kjartansdóttur.

Hver er munurinn á kvennaboltanum frá því þegar þú varst að spila og núna í dag að þínu mati?

Það er mikill munur á öllum þáttum, styrkur, snerpa, hraði, tækni og ég vona að andleg þjálfun sé komin inn af krafti. Því miður væri ég í besta falli 10. maður í KR liðinu, leikmaðurinn sem ég var.

Mynd: Kristín B. Jónsdóttir lengst til hægri þegar að KR fögnuðu í Kennaraháskólanum

Deila þessari grein