Knattspyrnudeild

KR – Völsungur í Deildabikarnum

📁 Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔20.April 2005

KR og Völsungur leika í Deildabikarkeppni karla á KR-velli á sumardaginn fyrsta. Völsungur hefur tvisvar áður leikið á KR-velli, árin 1987 og 1988, þegar Húsvíkingarnir léku í efstu deild.

Í tilefni af Deildabikarleiknum báðum við traustasta stuðningsmann KR á Húsavík, Friðgeir Bergsteinsson, að segja okkur frá Völsungi.

Heimasíða KR bað mig nú í vetur að skrifa um leikinn sem verður á morgun, sumardaginn fyrsta, 21.april 2005. Þetta er leikur milli tveggja liða sem ég held mikið uppá. Þetta er leikur KR-Völsungur og fer fram á gervigrasvellinum á KR-velli og byrjar kl.16:00. Ég ætla ekkert að fjalla mikið um KR enn ég ætla aðalega segja ykkur frá Völsungi frá Húsavík.

Eins og flestir vita þá er Völsungur lið úr 1.deild. Þeir byggja aðallega á ungum Húsvíkingum, en fyrir tímabilið komu 3 nýjir leikmenn. Þeir eru Milan Janosevic, Boban Jovic og Sreten Djurovic komu frá Serbíu og Svartfjallalandi en Boban Jovic hefur áður leikið með Völsungum og spilað alltaf mjög vel. Fyrir tímabilið fengu þeir svo mjög góðan leikmann sem þjálfara liðsins. Hann hefur undanfarin ár spilað mjög gott mót í liði Keflavíkur og þetta er Zoran Daníel Ljubicic sem allir eiga að þekkja. Hann á skilið að spila í landsliði okkar Íslendinga.

Árið 2001 spilaði Völsungur í 3.deild undir stjórn Jónasar Þórs Hallgrímssonar. Þetta ár fór Völsungur í 2.deild og spilaði 2002 undir stjórn Jónasar og auk bróðir hans Höskuld Skúla Hallgríms og enduðu í 4.sæti. Árið 2003 var Jónasi sagt upp og í hans stað kom markakóngur frá Fram, enginn annar en Ásmundur Arnarsson, og honum til aðstoðar var Sigmundur Hreiðarsson. Þá fóru hlutirnir að gerast og Völsungur unni 2.deild með 46 stig og næsta lið sem var Fjölnir fékk 40 stig. Þetta ár fóru Völsungur upp í 1.deild og þeim gekk mjög vel þar undir stjórn Ásmundar og Sigmunds. Þeir voru að berjast í botnbaráttunni síðustu 2 umferðinar en enduðu svo í 6. sæti. Það sýndi og sannaði að þeir áttu skilið að spila aftur í 1.deild í ár. Núna leika þeir í 1.deild undir stjórn Zoran Daníel Ljubicic en Ásmundur fór að þjálfa lið, Fjölnirs.

Völsungum hefur ekki beint gegnið vel í vorleikjum í ár eins og búist var við en þeir eru neðstir í Deildarkeppni KSÍ (riðill 2) með 6 stig. Þeirra markaskorari í ár er einn af efnilegustu drengjum landsins, Hermann Aðalgeirsson (fæddur 1985), með 3 mörk í 6 leikjum en hann hefur bara skorað úr vítum.

Gaman verður að fylgjast með Hermanni næstu árin, því þrátt fyrir ungan aldur hefur margir talað um hann. Hann hefur allan sinn ferill spilað með Völsungum og var strax áberandi þegar hann hóf æfingar með meistaraflokki félagsins. Hermann var áberandi þegar Völsungur voru í 2.deild, 2003 þegar hann skoraði 6 mörk í 15 leikjum félagsins. En árið 2004 lék Völsungur í 1.deild og Hermann var þá með 9 mörk í 16 leikjum og þar af 2 úr vítum. Þetta ár var hann valinn Íþróttamaður Húsavíkur. Hermann er miðju-sóknarmaður. Hermann er mjög góður leikmaður

Friðgeir Bergsteinsson.

Deila þessari grein