Knattspyrnudeild

Mfl. karla: Rúnar ráðinn þjálfari

📁 Knattspyrnudeild 🕔27.September 2010

runarkr01Rúnar Kristinsson var í kvöld ráðinn þjálfari mfl. karla. Samningur Rúnars er til a.m.k. þriggja ára.

 

Rúnar tók við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni 19. júlí í sumar. KR var í 9. sæti Pepsi-deildarinnar þegar hann tók við og það endaði í 4. sæti sem gefur þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næsta ári. KR lék 13 leiki undir stjórn Rúnars, sigraði í átta leikjum, gerði eitt jafntefli en tapaði fjórum. Markatalan var 31-20.

 

Rúnar Kristinsson þarf ekki að kynna fyrir KR-ingum en við ætlum samt að tæpa á því helsta á ferli hans. Rúnar lék fyrst með mfl. KR árið 1986. Hann lék með KR til haustsins 1994 þegar hann gekk til liðs við Örgyte IS í Svíþjóð. Þaðan fór hann til Lillestrøm SK í Noregi árið 1997 og til Sporting Lokeren SNW í Belgíu árið 2000. Hann flutti heim til Íslands árið 2007 og gekk til liðs við KR. Rúnar skoraði alls 40 mörk í 225 leikjum með mfl. KR. Hann er jafnframt leikjahæstur íslenskra A-landsliðsmanna með 104 leiki.

 

Pétur Pétursson verður áfram aðstoðarþjálfari hjá mfl. og þjálfari 2. fl. karla.

Deila þessari grein