Knattspyrnudeild

Haukur Heiðar til KR

📁 Knattspyrnudeild 🕔20.October 2011

Haukur Heiðar Hauksson hefur gengið til liðs við KR. Haukur er tvítugur Akureyringur sem hefur leikið með mfl. KA frá 2007.



Félagaskiptin hafa legið í loftinu í nokkurn tíma en nú hefur KR náð samkomulagi við Hauk og KA. Samningurinn er til þriggja ára og gildir út leiktíðina 2014.



Haukur er hægri bakvörður. Hann hefur skorað átta mörk í 91 bikar- og deildarleik með KA og var fyrirliði mfl. í sumar. Hann lék fyrst með mfl. KA í 4-0 sigri á Tindastóli á Powerdare-mótinu (Norðurlandsmótinu) 27. janúar 2007. Frumraun Hauks á Íslandsmóti var í 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð 12. maí 2008. Hann hefur einnig leikið sjö leiki með U19-landsliðinu.


Því miður eigum við ekki mynd af Hauki en bætum út því við fyrsta tækifæri.

Deila þessari grein