Knattspyrnudeild

Haukur Heiðar til KR

📁 Knattspyrnudeild 🕔20.October 2011

Haukur Heiðar Hauksson hefur gengið til liðs við KR. Haukur er tvítugur Akureyringur sem hefur leikið með mfl. KA frá 2007.Félagaskiptin hafa legið í loftinu í nokkurn tíma en nú hefur KR náð samkomulagi við Hauk og KA. Samningurinn er til þriggja ára og gildir út leiktíðina 2014.Haukur er hægri bakvörður. Hann hefur skorað átta mörk í 91 bikar- og deildarleik með KA og var fyrirliði mfl. í sumar. Hann lék fyrst með mfl. KA í 4-0 sigri á Tindastóli á Powerdare-mótinu (Norðurlandsmótinu) 27. janúar 2007. Frumraun Hauks á Íslandsmóti var í 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð 12. maí 2008. Hann hefur einnig leikið sjö leiki með U19-landsliðinu.


Því miður eigum við ekki mynd af Hauki en bætum út því við fyrsta tækifæri.

Deila þessari grein