Knattspyrnudeild

Gary Martin í KR

📁 Knattspyrnudeild 🕔19.July 2012

martin_028Sóknarmaðurinn Gary Martin er genginn til liðs við KR. Samningur hans við KR gildir út leiktíðina 2015. Martin kemur frá ÍA en hann hefur leikið með Skagamönnum frá 2010.

 

Gary John Martin er fæddur í Darlington 10. október 1990. Hann var á mála hjá Middlesbrough og lék með varaliði og akadmeíuliði félagsins. Hann var lánaður til Northampton Town og Újpest FC og lék tvo leiki í efstu deildinni í Ungverjalandi leiktíðina 2009-2010.

 

Þegar Gordon Strachan tók við þjálfun Middlesbrough af Gareth Southgate var Martin tilkynnt að ferli hans hjá félaginu væri lokið. Hartlepool United mun hafa sýnt honum áhuga en Martin fór til ÍA.

 

Gary Martin skoraði 35 mörk í 51 leik fyrir ÍA í keppnum á vegum KSÍ.Martin æfði með KR í dag en fyrir æfinguna undirrituðu hann og Jónas Kristinsson samninginn. Martin ætti að fá leikheimild með KR fyrir leikinn gegn Stjörnunni á laugardag.martin_010Deila þessari grein