Forsíðu kubbur Knattspyrna

Sören Frederiksen í KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔16.January 2015

KR hefur samið við danska leikmanninn Sören Frederiksen. Sören er 25 ára og kemur frá tvöföldu dönsku meisturunum í Álaborg þar sem hann spilaði 22 leiki á síðasta tímabili, aðallega sem vinstri kantmaður. Sören er fjölhæfur leikmaður sem hefur getið sér gott orð fyrir vinnusemi og getur leyst allar stöður framarlega á vellinum, bæði á vinstri og hægri kanti eða sem framherji.

AC

Sören er uppalinn hjá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE þar sem hann lék 80 leiki og skoraði 10 mörk þar til hann var keyptur af danska stórveldinu FC Köbenhavn. Þaðan fór hann til Álaborgar þar sem hann lék 51 leik og skoraði 7 mörk. Hann hefur einnig leikið 12 leiki fyrir U-21 landslið Danmerkur. Sören Frederiksen: „Þegar ég heyrði af möguleikanum á að spila á Íslandi með KR kveikti það strax áhuga. Ég sé spennandi tækifæri í því að kynnast nýju landi og reyna fyrir mér í nýju umhverfi. Íslenskir knattspyrnumenn og íslenska landsliðið hafa að undanförnu náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi og þar sem KR er stærsta liðið í íslenskri knattspyrnu þá geri ég ráð fyrir að vera að ganga til liðs við mjög gott knattspyrnulið. Þetta verður ný áskorun fyrir mig og ég hlakka til að hefjast handa. “ Samningur Sören við KR gildir út leiktíðina 2016.

Deila þessari grein