Forsíðu kubbur Knattspyrna

Skúli Jón kominn heim og sex ungir semja

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔18.February 2015

Í gær var tilkynnt um nýja samninga hjá sjö uppöldum KR-ingum.

blaðamannafundur

Hinn 26 ára gamli Skúli Jón Friðgeirsson (1988)  kemur til KR frá sænska félaginu Elfsborg en hann losnaði undan samningi þar um áramótin.

Skúli kom til Elfsborg frá KR árið 2012 og varð sama ár sænskur meistari með liðinu.

Júlí Karlsson. Fæddur 1996 og er á elsta ári 2.flokks. Júlí lék þrjá leiki með meistaraflokki KR í Reykjavíkurmótinu.

Mikael Harðarson. Fæddur 1998 og er á yngsta ári 2.flokks. Mikael hefur leikið 4 landsleiki fyrir U17 landslið Íslands og var fyrirliði 3.flokks sem varð Íslands -og Reykjavíkurmeistari í fyrra. Mikael lék tvo leiki fyrir meistaraflokk KR í Bose-bikarnum sl. haust.

Valtýr Már Michaelsson. Fæddur 1998 og er á yngsta ári 2.flokks. Valtýr lék einn leik með meistaraflokki KR í Reykjavíkurmótinu.

Axel Sigurðarson. Fæddur 1998 og er á yngsta ári 2.flokks. Axel lék einn leik í Bose-bikar meistaraflokks og einn leik í Reykjavíkurmóti meistaraflokks.

Guðmundur Andri Tryggvason. Fæddur 1999 og er á eldra ári 3.flokks. Andri lék tvo leiki með meistaraflokki í Bose-bikarnum, alla 4 leiki meistaraflokks í Reykjavíkurmóti og einn leik í Lengjubikar. Andri hefur leikið fjóra leiki fyrir U15 ára landslið Íslands.

Atli Hrafn Andrason. Fæddur 1999 og er á eldra ári 3.flokks. Atli lék tvo leiki með meistaraflokki í Bose-bikarnum, alla 4 leiki meistaraflokks í Reykjavíkurmótinu og einn leik í Lengjubikar. Atli Hrafn hefur leikið tvo leiki fyrir U15 ára landslið Íslands.

Deila þessari grein