Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR samdi í dag við danska leikmanninn Jacob Schoop

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔14.April 2015

„KR samdi í dag við danska leikmanninn Jacob Schoop, en hann kemur til KR frá danska liðinu OB Odense. Jacob er 26 ára kraftmikill, fljótur og teknískur miðjumaður, útsjónasamur og með góðan vinstri fót. Hann kveður OB, þar sem hann hefur leikið 64 leiki í dönsku úrvalsdeildinni, og mun hitta sína nýju liðsfélaga í KR á morgun, þar sem þeir dvelja við æfingar á Spáni. KR bindur miklar vonir við innkomu Jacobs í KR liðið og býður hann velkominn í félagið.“

Schoop

 

 

 

 

Deila þessari grein