Forsíðu kubbur Knattspyrna

Hólmbert Aron Friðjónsson hefur gert tveggja og hálfs árs samning við KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔02.July 2015

Hólmbert Aron Friðjónsson hefur gert tveggja og hálfs árs samning við KR.

Hólmbert verður löglegur með KR í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí næstkomandi.

Líkt og við sögðum frá í gær var líklegast að hann myndi ganga í raðir Vesturbæjarliðsins en Hólmbert átti einnig í viðræðum við Breiðablik, Val og Stjörnuna.

Hólmbert var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 þegar hann fór á kostum með Fram, hann skoraði 10 mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni, en í kjölfarið fór hann til Celtic í Skotlandi.

Hólmberti tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Celtic og var lánaður til Bröndby í fyrra.

Hann hefur nú ákveðið að koma aftur heim og mun leika með KR til ársins 2017 hið minnsta.

Deila þessari grein