Forsíðu kubbur Knattspyrna

Indriði snýr heim

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔09.October 2015

Indriði Sigurðsson samdi nú rétt í þessu við okkur KR inga til tveggja ára.

Indriði er uppalinn KR-ingur en hann hefur leikið í atvinnumennsku erlendis síðan árið 1999.

Indriði KR
Mynd frá blaðamannafundi sem lauk nú rétt í þessu

Samningur Indriða við norska félagið Viking rennur út í lok árs og hann ákvað að snúa heim. Þessar fréttir koma ekkert á óvart en lengi hefur verið í deiglunni að Indriði myndi snúa aftur í Vesturbæinn.

Indriði, sem verður 34 ára á mánudaginn, hefur einnig leikið með Lyn og Lilleström í Noregi sem og Genk í Belgíu. Þá hefur Indriði skorað tvö mörk í 65 leikjum með A-landsliði Íslands á ferli sínum.

Deila þessari grein