Forsíðu kubbur Knattspyrna

Finnur Orri í KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Meistarafl. karla 🕔02.December 2015

Við KR-ing­ar blésum til blaðamanna­fund­ar í dag þar sem Finn­ur Orri Mar­geirs­son var kynnt­ur til sög­unn­ar sem nýr leikmaður fé­lags­ins.

Finn­ur Orri sagði skilið við Lilleström í haust eft­ir að hafa leikið eitt tíma­bil fyr­ir norska fé­lagið.

Breiðablik, FH og KR sýndu Finni áhuga þegar ljóst var að hann myndi ekki fram­lengja samn­ing sinn við Lilleström, að lokum varð KR fyrir valinu.

KR hef­ur fengið þá Michael Præst frá Stjörn­unni og Indriða Sig­urðsson frá Vik­ing Stavan­ger til liðs við sig, en hef­ur á móti misst Jón­as Guðna Sæv­ars­son til Kefla­vík­ur, Grét­ar Sig­finn Sig­urðar­son til Stjörn­unn­ar, Þor­stein Má Ragn­ars­son til Vík­ings Ólafs­vík­ur og Emil Atla­son til Þrótt­ar.

IMG_0314[1]

Deila þessari grein