Forsíðu kubbur Knattspyrna

Sigur á Þór í 8 liða úrslitum

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔10.April 2017

KR vann þægilegan sigur á Þór, 4-1, í 8-liða úrslita Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór framá gervigrasinu í KR.

Kennie Chopart, Tobias Thomsen, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu sitt markið hver í leiknum fyrir KR en það var Ármann Pétur Ævarsson sem gerði eina mark Þórs.

Skýrsluna úr leiknum má finna hér:

KR-ingar því komnir í undanúrslit Lengjubikarsins að þessu sinni og mætum við annaðhvort Breiðablik eða FH.

Deila þessari grein