2. flokkur karla

2.fl.ka Reykjavíkurmeistari

📁 2. flokkur karla, Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔10.May 2017

Um síðustu helgi tryggði 2. Flokkur KR sér sigur í Reykjavíkurmóti A liða. Áður hafði flokkurinn tryggt sér sigur flokki B liða með sigri í öllum leikjum. Í ár skipa 2. flokk þrír sterkir árgangar þ.e. piltar fæddir árin 1998, 1999 og árið 2000. Árin sem eyðimerkur göngunni lauk eða var að ljúka. Þessir árgangar hafa verið sigursælir í gegnum tíðina upp yngri flokka félagsins en nú eru þeir að nálgast stóra sviðið og það verður gaman að sjá hvort þeir nái að brjóta múrinn um að vera efnilegur og ná aðeins lengra. Því KR eins eins og flest lið í knattspyrnu eiga það sameiginlegt að hafa átt fjöldan allann að efnilegum leikmönnum.

Reykjavíkurmót A liða var óvenju umfangs mikið eða 14. leikir því leikið var heima og heiman. KR sigraði 12 leiki og tapaði tveim leikjum fyrir sterkum liðum Víkings og Fjölnis. Markatalan 50 mörk gegn 18. Helstu markaskorarar voru Guðmundur Andri 9 mörk (5 leikir), Stefán Árni Geirsson 9 mörk. Viktor Lárusson og Jón Helgi Sigurðsson skoruðu báðir 5 mörk. Óvenju margir léku fyrir liðið í ár eða 32 leikmenn en það sýnir kannski breiddina í hópnum.

Í Reykjavíkurmóti B liða voru 8 lið skráð til leiks og þar af tvö frá KR. Skemmst er að segja frá því að KR sigraði alla 7 leiki sína og var markatalan 32 gegn 7. Helsti markaskorari liðsins var „Boltinn“ (Usian Bolt) eða Ástráður Leó Birgisson með 7 mörk. Með sigurliði B liða léku einnig 32 leikmenn.

Þriðja lið KR átti erfitt uppdráttar eins og markatalan ber með sér 11 gegn 37. Liðið náði að sigra einn leik, Þrótt, þar sem Pétur Matthías fór á kostum og elstu menn höfðu ekki séð slíkar „neglur“ síðan Ásgeir Sigurvins mundaði vinstri fótinn. Pétur var markhæstur í liðinu með 3 mörk, öll gegn Þrótti. Rétt er að minnast á fyrirliðan Samúel sem fór fyrir sínum mönnum þótt um brekkur væri að ræða oftar en ekki þurfti hann að fórna sér í markið vegna markmanns vandamála. Hann gerði það með bros á vör. 36 leikmenn léku með liðinu þar af 6 úr þriðja flokki.

Nokkrir leikmenn flokksins hafa átt við langtíma meiðsli sem hefur reynst þeim erfitt. Þá reynir á menn og oft koma menn sterkari úr svona mótlæti. Denis Hoda og Mikael Harðarson hafa verið lengi frá en nú virðist sem þeir séu að ná sér á strik eftir rúmlega árshlé. Gunnar Jónas, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Askur Jóhannsson, Bjarmi Valentino og Kjartan Franklin eiga víst eitthvað lengra í land. Þeir verða því eitthvað lengur að spegla sig á efri hæð KR heimilisins og að rúlla. Já,rúlla.

blekaðir

Íslandsmótið hefst eftir viku með leik gegn Stjörnunni á Samsungsvellinum í Garðabæ og þá verða menn að vera tilbúnir. Því sætir sigrar í Reykjavíkurmótinu skipta engu máli þar

Deila þessari grein